Alda Asset Management hf.

ALDA Asset Management er rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Öldu tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu og til eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga.

Stjórn félagsins skipa:

  • Lilja Rut Jensen, formaður stjórnar
  • Jóhann Haukur Hafstein
  • Þórður Jónsson
Framkvæmdastjóri Öldu er Þorkell Magnússon.

Stjórnendur félagsins

Þorkell Magnússon, framkvæmdastjóri

Þorkell er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota árið 2001. Þorkell hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann starfaði sem forstöðumaður skuldabréfasviðs hjá Stefni hf. frá ársbyrjun 2007 til 2013 og sem staðgengill framkvæmdastjóra félagsins frá 2009 til 2013. Hann hafði einnig yfirumsjón með þróun á eignatryggðum skuldabréfum og útgáfum þeirra. Þorkell hóf störf hjá Kaupþingi hf. árið 1998, starfaði í greiningadeild og síðar sem sjóðstjóri Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. Á árunum 2001 til 2007 gegndi hann stöðu sjóðstjóra innlendra og erlendra skuldabréfasjóða hjá Rekstrarfélagi Kaupþings, að undanskildum árunum 2002-2003 þegar Þorkell starfaði hjá Alcan á Íslandi.
Sigurður Ottó Þorvarðarson, forstöðumaður viðskiptatengsla

Sigurður útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1999, cand.oecon. Sigurður hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann starfaði hjá IFS greiningu við fyrirtækjaráðgjöf, auk greiningar á hrávörumörkuðum frá árinu 2011 til 2013. Sigurður starfaði sem forstöðumaður Lífeyris – og verðbréfaráðgjafar Kaupþings, síðar Arion banka frá árinu 2006 – 2011. Ráðgjöfin var staðsett innan eignastýringar bankans. Hann hóf störf í eignastýringu Kaupþings árið 2000.

Hluthafar

Hluthafar félagsins eru Kvika banki hf. (99%) og M-Investments ehf. (1%).