ALDA Ríkisverðbréf millilöng Verðbréfasjóður

Fjárfestingarstefna

Markmið með útgáfu ALDA Ríkisverðbréfa millilangra er að ná góðri ávöxtun og áhættudreifingu með því að fjárfesta í verðbréfum útgefnum af íslenska ríkinu eða með ábyrgð íslenska ríkisins, s.s. skuldabréfum útgefin af Íbúðalánasjóði, Landsvirkjun eða Seðlabanka Íslands. Sjóðurinn mun leitast við að fjárfesta í skuldabréfum útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins og innlánum fjármálafyrirtækja á þann hátt að meðallíftími sjóðsins verði millilangur, en stefnt er að því að hafa hann á bilinu 3-8 ár að jafnaði. Eignir sjóðsins í óskráðum víxlum og skuldabréfum mega nema allt að 10% af heildareignum hans. Sjóðurinn hefur fengið heimild Fjármálaeftirlitsins til þess að fjárfesta umfram 35% og allt að 100% (ef við á) af eignum sínum í verðbréfum útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins. Styðst heimildin við ákvæði 38. gr. laga nr. 128/2011. Þá er sjóðnum heimilt, skv. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 128/2011, að eiga til skamms tíma allt að 10% í lausu fé en það er ekki hluti af fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Í samræmi við lög nr. 128/2011 hefur sjóðurinn heimild til að binda fé sitt í afleiðum svo fremi sem þær séu innan þeirra fjárfestingatakmarkana sem um sjóðinn gilda, sbr. einkum 5. og 6. tl. 30. gr., 34. gr. og 42. gr. laganna. Markmið viðskipta með afleiður er annars vegar að draga úr áhættu sjóðsins, s.s. endurfjárfestingaráhættu og vaxtaáhættu, og hins vegar að framfylgja fjárfestingastefnu sjóðsins með stöðutöku í undirliggjandi fjármálagerningi viðkomandi afleiðu.

Sjóðurinn er verðbréfasjóður og takmarkast fjárfestingarheimildir sjóðsins við sundurliðun fjárfestinga skv. neðangreindri töflu og fjárfestingarheimildum verðbréfasjóða skv. lögum nr. 128/2011 að öðru leyti. Ákvæði laganna sem fjalla um fjárfestingarheimildir verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða er meðal fylgiskjala útboðslýsingarinnar.

Almennt um áhættu sjóðsins

Sjóðurinn er ætlaður almenningi sem og fagfjárfestum, s.s. lífeyrissjóðum og fyrirtækjum, sem velja sér fjárfestingakosti sem fela í sér sjóði um sameiginlega fjárfestingu með dreifðu eignasafni verðbréfa og öðrum fjármálagerningum í rekstri og umsjón fagaðila skv. lögum og eftirliti sem um slíkan sjóð gildir á hverjum tíma. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu er að jafnaði öruggari en þegar keypt eru einstök verðbréf þar sem sjóðir dreifa áhættu fjárfesta með kaupum á fleiri en einum flokki verðbréfa. Verðbréfaviðskipti geta þó verið áhættusöm og kann ávöxtun verðbréfa að sveiflast mjög frá einum tíma til annars. Verðmæti hlutdeildarskírteina getur því rýrnað.

Áhættulýsing ALDA Ríkisverðbréfa milllilangra

Fjármálagerningar: Skuldabréf og víxlar með ábyrgð ríkis, innlán fjármálafyrirtækja, aðrir fjármálagerningar.
Sveiflur í ávöxtun: Sveiflur í ávöxtun ráðast m.a. af ávöxtunarkröfu á markaði.
Fjárfestingartími: Hentar fyrir þá sem vilja spara til þriggja ára eða lengur og þola sveiflur í ávöxtun.

Sundurliðun: 
FlokkurHeimilid
Skuldabréf og víxlar útgefnir af eða með ábyrgð íslenska ríkisins 70-100%
Innlán fjármálafyrirtækja 0-20%
Afleiður 0-10%
Aðrir fjármálagerningar en um er getið í liðum 1-3 skv. hér að framan 0-10%