ALDA Hlutabréf Fjárfestingarsjóður

Fjárfestingarstefna

Markmið sjóðsins ALDA Hlutabréf er að fjárfesta einkum í hlutabréfum skráðum í Kauphöll á Íslandi, Nasdaq OMX Nordic Iceland, First North markaðnum eða annarri viðurkenndri kauphöll eða öðrum fjármálagerningum þeim tengdum þ.e. afleiðum þar sem undirliggjandi eignir eru hlutabréf skráð í kauphöll. Sjóðnum er einnig heimilt að fjárfesta í óskráðum íslenskum hlutafélögum allt að 25% af heildareignum, sbr. 3. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011, enda sé það yfirlýst stefna fyrirtækis að sótt verði um skráningu í kauphöll. Fjárfesting í óskráðum verðbréfum eins útgefanda má þó ekki fara yfir 10% af eignum sjóðsins.

Sjóðnum er heimilt að binda allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsgerningum útgefnum af sama útgefanda. Þó er heimilt að binda allt að 35% af eignum sjóðs í skráðum verðbréfum í kauphöll og peningamarkaðsgerningum útgefnum af sama útgefanda, enda sé fjárfesting yfir 20% aðeins í verðbréfum eins útgefanda.

Sjóðnum er heimilt að binda allt að 30% af eignum sínum í innlánum sama fjármálafyrirtækis. Þá er sjóðnum heimilt, sbr. 4. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011, að binda allt að 35% í verðbréfum, peningamarkaðsgerningum og afleiðum útgefnum af sama útgefanda en þá er einungis heimilt að fjárfesta yfir 20% í bréfum frá einum útgefanda. Samanlögð fjárfesting fjárfestingarsjóðs í verðbréfum, peningamarkaðsgerningum, afleiðum og innlánum sama útgefanda má aldrei verða hærri en 40%.

Í samræmi við 6. mgr. laga nr. 128/2011 er sjóðnum heimilt að taka lán til skamms tíma allt að 25% af verðmæti eigna sjóðsins til að auka vægi hlutabréfa umfram 100% af nettóeign eða til að mæta innlausnum.

Sjóðurinn hefur heimild til skortsölu á skráðum verðbréfum sbr. 7. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011. Metið hámarkstap af viðskiptum með verðbréf sem fjárfestingarsjóður hefur ekki ráðstöfunarrétt yfir skal ekki nema meiru en 20% af endurmetnu innra virði sjóðsins.

Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu en verðbréfasjóða og fjárfestingasjóða allt að 20% af eignum sínum, sbr. 2. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011. Jafnframt er heimilt að fjárfesta án takmarkana í fjárfestingarsjóðum en fjárfesting í sama fjárfestingarsjóði má ekki fara yfir 20% af eignum fjárfestingarsjóðs, sbr. 5. mgr. 59. gr. sömu laga.

Í samræmi við lög nr. 128/2011 hefur sjóðurinn heimild til að binda fé sitt í afleiðum svo fremi sem þær séu innan þeirra fjárfestingatakmarkana sem um sjóðinn gilda, sbr. einkum 5. og 6. tl. 30. gr., 34. gr. og 42. gr. laganna. Markmið viðskipta með afleiður er annars vegar að draga úr áhættu sjóðsins, s.s. endurfjárfestingaráhættu, og hins vegar að framfylgja fjárfestingastefnu sjóðsins með stöðutöku í undirliggjandi fjármálagerningi viðkomandi afleiðu. Viðmið afleiðna sem sjóðurinn hefur heimild til að fjárfesta í eru fjármálagerningar sem falla undir fjárfestingaheimildir sjóðsins og verðbréfavísitölur, vextir og verðtrygging og gengi erlendra gjaldmiðla að því marki sem slíkir samningar eru heimilir að lögum. Þegar sjóðurinn fjárfestir í afleiðum skal tekið mið af stefnu hans og heimildum til þess að fjárfesta í einstökum tegundum fjármálagerninga og takmörkun fjárfestinga í einum útgefanda eða tiltekinni útgáfu. Sjóðnum er heimilt samkvæmt 4. mgr. 59. gr. laga nr. 128/2011 að binda allt að 10% af eignum sjóðs í viðskiptum við sama aðila með afleiður utan skipulegra verðbréfamarkaða ef mótaðili er fjármálafyrirtæki innan Evrópska efnahagssvæðisins eða fjármálafyrirtæki með staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins sem lýtur eftirliti sem Fjármálaeftirlitið telur gilt.

Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í skuldabréfum með breytirétti í hlutabréf, útgefnum af félögum skráðum í NASDAQ OMX Nordic Iceland eða First North eða óskráðra íslenskra félaga enda sé það yfirlýst stefna fyrirtækis að sótt verði um skráningu í kauphöll. Þess er þó ekki krafist að skuldabréfin sjálf séu skráð.

ALDA Hlutabréf er fjárfestingarsjóður og takmarkast fjárfestingarheimildir sjóðsins við sundurliðun fjárfestinga skv. neðangreindri töflu og fjárfestingarheimildum verðbréfasjóða skv. lögum nr. 108/2011 að öðru leyti. Ákvæði laganna sem fjalla um fjárfestingarheimildir fjárfestingarsjóða er meðal fylgiskjala útboðslýsingarinnar.

Almennt um áhættu sjóðsins

Sjóðurinn er ætlaður almenningi sem og fagfjárfestum, s.s. lífeyrissjóðum og fyrirtækjum, sem velja sér fjárfestingakosti sem fela í sér sjóði um sameiginlega fjárfestingu með dreifðu eignasafni verðbréfa og öðrum fjármálagerningum í rekstri og umsjón fagaðila skv. lögum og eftirliti sem um slíkan sjóð gildir á hverjum tíma. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum sjóða um sameiginlega fjárfestingu er að jafnaði öruggari en þegar keypt eru einstök verðbréf þar sem sjóðir dreifa áhættu fjárfesta með kaupum á fleiri en einum flokki verðbréfa.

Öll viðskipti með fjármálagerninga, þ.m.t. hlutdeildarskírteini sjóðsins, eru áhættusöm. Ávöxtun hlutdeildarskírteina sjóðsins kann að sveiflast mjög frá einum tíma til annars. Þá getur verðmæti hlutdeildarskírteina rýrnað og fjárfestar tapað fjárfestingu sinni að hluta eða öllu leyti.

Áhættulýsing ALDA Hlutabréf

Fjármálagerningar: Innlend hlutabréf
Sveiflur í ávöxtun: Umtalsverðar verðsveiflur.
Fjárfestingartími: Sjóðurinn hentar fjárfestum sem vilja ávaxta fé í þrjú ár eða lengur og þola frekar miklar verðsveiflur. Mælt er með því að sjóðurinn sé hluti af stærra verðbréfasafni.

Sundurliðun: 
FlokkurViðmiðHeimilid
Hlutabréf skráð í NASDAQ OMX Nordic Iceland og First North 100%50-100%
Óskráð hlutabréf 0%0-25%
Innlán fjármálafyrirtækja0%0-50%
Verðbréfasjóðir0%0-20%
Fjárfestingarsjóðir0%0-20%
Aðrir sjóðir um sameiginlega fjárfestingu - fagfjárfestasjóðir0%0-20%
Afleiður0%0-30%
Skuldabréf með breytirétti0%0-20%